Bragaþing, landsmót hagyrðinga

Við viljum vekja athygli á áhugaverðum viðburði.

Bragaþing, landsmót hagyrðinga verður haldið á Fosshóteli Húsavík laugardaginn 25. ágúst. Dagskráin hefst með borðhaldi kl. 20:00. Húsið opnað fyrr, um kl. 19.

Aðgangseyrir: 6800 kr.

Matseðill

Silungur að hætti kokksins
Fjallalamb með timian sósu, kartöflum og pönnusteiktu grænmeti.

Bláberjaskyrkaka að hætti Húsavíkur.

Heiðursgestur mótsins verður Björn Ingólfsson á Grenivík.

Meðal dagskráratriða: ræða heiðursgests, Kveðandi, vísnafélag Þingeyinga kveður sér hljóðs, kvæðamenn kveða, almennur söngur. Mótsgestum þeim sem það vilja gefst einnig gott færi á að flytja vísur sínar.

Að loknu borðhaldi verður slegið upp balli.

Landsmótið er öllum opið og allir velkomnir!

 

Skráning á Bragaþing 2012:

Stefán V. netf. stefan.vilhjalmsson@mast.is Sími 462 2468 (heima) og 898 4475

Ósk Þorkelsd. netf. guinness@vortex.is Sími 464 1527 (heima) og 891 8460

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar