Þú vorgyðja ljúf í Húnaveri

Þú vorgyðja ljúf í Húnaveri 29.6. kl. 14

Minnt á næsta laugardag!

Ég opnaði alla glugga
sem unnt var á gamla bænum
því vorylur vakti í blænum
og vorið á enga skugga.

Vor í blænum, eitt ljóða JT, hefst með vísunni hér að ofan og nú eru þessi orð rifjuð upp þegar stefnt er að samkomunni í Húnaveri, opnaður glugga til ljóða og laga Jónasar, sem flutti úr dalnum 43 ára, þó ekki suður heldur byggði sér bæ út við flóann bláa og flutti þangað.

Á samkomunni koma fram:

Sr. Ólafur Hallgrímsson og býður gesti velkomna
Bergþór Pálsson söngvari
Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og útsetjari
Valgarður Hilmarsson fv. oddviti rifjar upp lífshlaup Jónasar
Eir og Þrúður Starradætur menntaskólanemi og nýstúdent lesa úr ljóðum Jónasar
Ingimar Halldórsson kvæðamaður kveður vísur hans
Tryggvi Jónsson fv. oddviti les sendibréf JT til sr. Gunnars Árnasonar
Ingi Heiðmar flytur lokaorð – alm. söngur Ég skal vaka

Aðgangseyrir er 1500 krónur og kaffi selur kvenfélagið í lok samkomunnar.
Minnt er á strætó 57, sem fer úr Mjódd 8.58 og kemur til Blönduóss kl. 13 og annar fer suður kl. 17.56. Bollastaðamenn ætla að brúa bilið frá Blönduósi í Húnaver ef einhver vildi nota strætóleiðina og verða sanngjarnir á gjaldinu. En panta þarf far hjá þeim, Birgi í síma 894-8242 eða Bjarna í 892-2192.

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar