Sólin sæla – tónleikar Funa

Liðsmenn Funa – Bára Grímsdóttir og Chris Foster munu halda sumartónleika 11. júní kl. 20.00 í Hannesarholti – Grundarstíg 10, 101 Reykjavík (gengið inn frá Skálholtsstíg) og er yfirskriftin á þeim „Sólin sæla“.

Þau flytja íslensk og ensk þjóðlög, þau verða sunginn og leikin á langspil, gítar, kantele, íslenska fiðlu og hammer dulcimer.

Á efniskrá verður úrval laga af geisladiskunum Funa og Flúr, einnig önnur lög og nýtt efni. Falleg og magnþrungin skyggnimyndasýning mun fylgja lögunum.

Aðgangseyrir er 2.000 kr.

Takið kvöldið frá og vonandi sjáumst við sem flest.

Með kærri kveðju

Bára og Chris.

www.funi-iceland.com

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar