“Rauð varð sólin sæla”

Funi tónleikar í Háteigskirkju, Háteigsvegi, 105 Reykjavík
miðvikudaginn 24. sept., kl. 20.00

 Miðaverð 2.000 kr
1.500 kr. fyrir námsmenn, eldriborgara og öryrkja
Frítt fyrir börn yngri en 18 ára

FUNI – tvíeykið Bára Grímsdóttir og Chris Foster  ætla að halda tónleika miðvikudaginn 24. september. Þau flytja íslensk og ensk þjóðlög í eigin útsetningum, sungin og leikin á langspil, gítar, kantele og íslenska fiðlu. Á efniskrá verður úrval laga af geisladiskunum Funa og Flúr, einnig önnur lög og nýtt efni. Má þar nefna kvæðalög, veraldleg og trúarleg lög sem fundist hafa í ýmsum gömlum heimildum, einnig enskar ballöður við langspils og gítarundirleik. Textarnir eru bæði nýir og gamlir, allt frá þjóðkvæðum og sálmum frá 17. öld til kvæða eftir foreldra Báru.

 Á þessum tónleikum flytja þau nokkra sálma og brot úr Króka-Refs rímu eftir Hallgrím Pétursson til að minnast 400 ára afmæli hans.

 Einnig frumflytja þau í Reykjavík nýja útsetningu á lagi eftir Báru við kvæðið Angurvaka eftir Jón Steingrímsson eldklerk um Móðurharðindin.

 Bára Grímsdóttir ólst upp við söng og kveðskap, heyrði og lærði allt frá barnæsku kveðskap foreldra sinna, afa og ömmu á bænum Grímstungu í Vatnsdal. Bára er af mörgum talin vera einn allra besti túlkandi þjóðlegrar tónlistar hér á landi, en hún hefur sérstakan áhuga á rímnastemmum og kvæðalögum. Hún hefur fengist við flutning á margs konar þjóðlagatónlist bæði hér heima og erlendis. Sem tónskáld og útsetjari, hefur Bára nýtt sér uppsprettulindir íslenskra þjóðlaga til skapandi starfs en hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar sem tónskáld.

Chris Foster kynntist þjóðlögum í uppvexti sínum í Somerset í Suðvestur-Englandi. Flutningur hans einkennist af mikilli og persónulegri innlifun í tónlistina, sem oft leiðir til þess að áheyrendur verða beinir þátttakendur í því sem fram fer og flutt er. Chris hefur sett þjóðlagahefðina í nútímalegan búning með sérstæðum, frumlegum gítarundirleik og sannfærandi söngtúlkun. Hann er talinn einn besti listamaður síðari tíma á sínu sviði og í frestu röð merkra brautryðjenda í endurvakningu á breskri þjóðlagatónlist.

Nánari upplýsingar

Til að hlusta:   www.funi-iceland.com

 Sími: Bára – 694 2644 / Chris – 659 1947                     

Netfang: info@funi-iceland.com

 

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar