Desemberfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn 5. desember og verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 3. desember.

Ýmislegt verður á dagskránni á fundinum. Bjarki Karlsson ætlar að kynna fyrir okkur Árleysi árs og alda, en það er bók með ljóðum hans auk þess að vera hljómplata og hljóðbók. Þá ætlar Halli Reynis að fjalla um Vesturfaravísur, auk þess sem hann spilar á gítarinn. Þórarinn M. Baldursson ætlar að kveða. Sigrún Gunnlaugsdóttir les upp úr bók Jóns Trausta Sigur lífsins, kaflann Jólin á Prestbakka. Einnig verður samsöngur, Njáll Sigurðsson stjórnar.

Svo má nefna fasta dagskrárliði: Skýrslu ritara, litla hagyrðingamótið og samkveðskapinn og að lokum verður gert að afla Skáldu.

Allir fundir og kvæðalagaæfingar félagsins hefjast stundvíslega kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Óskilgreint. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar