Hver vill reyna að hræra fjöll

Hver vill reyna að hræra fjöll,
og hjörtu þeirra sundur mola,
sem skruggu-steina og ósköp öll
eru búin við að þola?

Á þessum degi fyrir 169 árum lést Sigurður Breiðfjörð, eitt helsta rímnaskáld nítjándu aldar, 48 ára að aldri. Margir lagboðar eru fluttir við rímur Sigurðar, sjá t.d:

Lagboði 18
Lagboði 21

Lagboði 27

Lagboði 28

Lagboði 31

Lagboði 33

o.fl.

Sigurður er grafinn í Hólavallagarði, þ.e. kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Margt má lesa um Sigurð Breiðfjörð á veraldarvefnum og í staðinn fyrir að endurtaka það hér, þá bendum við á eftirfarandi lesefni:

Sigurður Breiðfjörð – skáld í Reykjavík; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1944
Greinarhorn Sverris: Sigurður Breiðfjörð

Mikið magn vísna má finna á Braga

Þessi færsla var birt undir Óskilgreint. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar