Kvæðakvöld á Kaffi Rósenberg

Kvæðakvöld á Kaffi Rósenberg 

þriðjudaginn 19. janúar  kl. 20.00
Klapparstíg 27
Reykjavík 

Húsið opnar kl. 19.30
Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir skemmtidagskrá þar sem fram koma úrvalskvæðamenn, þau Ása Ketilsdóttir, Bára Grímsdóttir, Ingimar Halldórsson, Rósa Jóhannesdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Þórarinn Már Baldvinsson og Þuríður Guðmundsdóttir. Kynnir verður Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Meðal annars verða flutt gamanmál eftir þekkt skáld og hagyrðinga, þ. á m. Bjarka Karlsson, Helga Zimsen, Jón Ingvar  og Þórarin Má Baldursson.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. Einnig verður hlutavelta með mörgum spennandi vinningum. Athugið að enginn posi verður á staðnum, einungis hægt að greiða með reiðufé.

Allur ágóði rennur í ferðasjóð Iðunnarfélaga sem fara á landsmót kvæðamanna sem verður haldið á Egilsstöðum 22. – 24. apríl næstkomandi.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar