Rímnatónleikar á Kex hostel

Rímnatónleikar á Kex hostel

Sunnudaginn 25. nóvember 2018 kl. 16:00

Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir rímnatónleikum á Kex hostel næstkomandi sunnudag, 25. nóv. kl. 16.00.

Efnisskráin er á þessa leið:

Mansöngvar eftir Sigurð Breiðfjörð o.fl. úr Segulböndum Iðunnar, Íslandssaga fyrir byrjendur – 12. ríma eftir Kristján Hreinsson, sem fjallar um 20. öldina, fullveldisöldina, Ríma um glataða tíma  eftir Þórarinn Hjartarson og Ríma um nýja tíma eftir Hjálmar  Freysteinsson. Rímurnar eru báðar ortar 2018.

Flytjendur eru nokkrir kvæðamenn og konur úr Iðunni, þau: Bára Grímsdóttir, Ingimar Halldórsson, Linus Orri Gunnarsson Cedeborg, Pétur Húni Björnsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Rósa Jóhannesdóttir.

Hlutavelta, góðir vinningar,  1. vinningur Segulbönd Iðunnar.

Bókin fæst einnig á sérstöku tilboðsverði.

Þetta eru styrktartónleikar, allur ágóði rennur í ferðasjóð Iðunnar,  til að fara á Landsmót kvæðamanna á Akureyri 26. – 28. apríl 2019

Aðgangseyrir er 1.500 kr.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar