Gagaraljóð voru fyrst ort á 16. öld, sennilega af Magnúsi Jónssyni prúða. Brátt komu upp fjöldamörg tilbrigði gagaraljóða. Stímurnar urðu einna vinsælastar. Frægt er Kolbeinslag Jöklaraskáldsins.
Á 17. öld kom fram gagaravilla og mörg afbrigði hennar. Jón Magnússon í Laufási orti gagarastikluvik.
Til eru um tuttugu afbrigði gagaraljóða við heilar rímur.
Ljóðlínur gagaraljóða eru jafnlangar og ljóðlínur stafhendu og samhendu en þeir hættir eru eldri.
(Sjá Háttatal, 7. Gagaraljóð.)