Það mótlæti þankinn ber
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Tálvon (kveðið fyrir annan).
Það mótlæti þankinn ber,
því er kæti vana,
brást ágætust meyjan mér,
man ég ætíð hana.
Blíðu vana beygð er önd
böls að flanar sægur,
fríða man eg faldaströnd
fram á banadægur.
Prettum slegið, mjúkt finnst mál
manns það beygir hjarta.
Þó að meyjar tryggð sé tál
tjáir ei að kvarta.
Áður bar mér auðnan þýð
ástríkari daga,
það sem var á þeirri tíð
það er farin saga.
Vísur: Guðmundur Ingiberg Guðmundsson.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson.
Stemma: Ari Arason, Illugastöðum.