Þá var taða, þá var skjól
Ferskeytt – vísa 1, 2 og 3 óbreyttar og vísa 4 hringhent
Þá var taða, þá var skjól,
þá var fjör og yndi,
þá var æska, þá var sól,
þá var glatt í lyndi.
Þegar í bænum þrýtur yl
þá er Örn að finna.
Gaman er að grípa til
gæðinganna sinna.
Öreigarnir eiga best,
engu þurfa að kvíða.
Oft þeir komast yfir hest
sem allir vilja ríða.
Hringur skundar skeiðið á,
skaflar sundra klaka.
Syngur grundin, svellin blá
sönginn undir taka.
Vísur: 1. Matthías Jochumsson, 2-4 Einar E. Sæmundssen
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Víða þekkt
Til baka -o- Lagboði 25